Sími 441 5200

Dagbók

4.janúar

Sælir kæru foreldrar

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

 Vonum að allir hafi haft það mjög gott og notalegt yfir hátíðarnar.   Það voru margir í fríi á milli jóla- og nýsárs, þannig að þetta voru rólegir og öðruvísi  dagar. Það hefur verið  gaman að hitta alla aftur. 

Þetta er stutt en góð vika og gott að fá 2 daga til að aðlagast að vakna aftur snemma, en það hefur verið erfitt fyrir alla að vakna í þessu myrkri.

Í gær fimmtudag vorum  í rólegheitum að leika okkur og var ýmislegt brallað t.d. það var verið að kubba, púsla, perla og leika með lestina. En við vorum með afmælisstrák sem varð 3ja ára. Hann valdi sér að sjálfsögðu disk og glas í hádeginu og svo  bauð börnunum uppá popp og jarðaber  í tilefni dagsins. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku vinur ;)

Í dag er leikvangur hjá okkur og er Kolla með þau í skemmtilegum leikjum.  Inni á deild eru allir í góðum leik en núna á eftir ætlum við að kveðja jólin, því miður er veðrið ekki uppá það besta til að við getum gert það úti eins og við erum vön svo við ætlum að hafa gaman saman með eldri gangi og syngja nokkur jólalög saman í síðasta skipti þessi jól .

Það er síðan planið að fara út eftir síðdegishressinguna.

Bestu kveðjur frá okkur  öllum á Laut og góða helgi ;)Þetta vefsvæði byggir á Eplica