Sími 441 5200

Dagbók

31. maí

Hæ Hó

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur verið alveg frábær þar sem veðrið hefur verið með endæmum gott þó það sé pínu kallt svona á morgnana.

Við höfum verið mikið úti og notið veðursins. Margir hafa verið að fara út strax eftir hvíld og rétt komið inn í síðdegishressinguna.

Mánudagur og þriðjudagur voru með hefbundum hætti s.s. útivera, samverustund, matur og hvíld og svo áfram útivera en á miðvikudaginn var hjóladagur hjá okkur og mikið fannst börnunum þetta skemmtilegt. Við fórum út eftir ávaxtastundina kl. 9 og fórum út fyrir garðinn og vorum að hjóla á milli leikskólans og Gerplu. Nokkrir hjólagarpar fóru í aðeins lengri hjólaferð í kringum kirkjugarðinn með Hólmfríði og Ólöfu sem voru líka á hjólum, voru þvílíkt dugleg. Svo var farið inn og í samverustund, mat og hvíld. Við ákváðum að leika inni eftir hvíldina og hún Elín Ólöf sem hefur verið hjá okkur á Lautinni eftir áramót, var með smá kveðjupartý þar sem hún er hætt á Lautinni og verður svo í Salaskóla í sumar. Við þökkum Elínu Ólöfu kærlega fyrir samveruna í vetur.

Eftir síðdegishressinguna var farið aftur út og þeir hörðustu fengu að fara að hjóla aftur. Við enduðum daginn úti.

Síðan var frí í gær og engin leikskóli.

Í dag verður líka mikið um útiveru. Allir komnir út eftir ávaxtastund. Svo á eftir verður samverustund, matur og hvíld. Ég býst við að þeir sem ekki sofna í hvíldinni fari út þegar henni líkur og fara svo inn í síðdegishressingu og við endum svo daginn úti.

Góða helgi allir samanÞetta vefsvæði byggir á Eplica