Sími 441 5200

Dagbók

30. nóvember 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikurnar fljúga áfram og aðventan að detta inn. Við erum að reyna að njóta eins og hægt er í rólegheitunum en auðvitað eru krakkarnir spenntir fyrir því sem er framundan. Við höfum reynt að nýta lausar stundir í jólaföndur, t.d. að græja jólaskraut á jólatréð og svo höfum við verið að klippa út jólatré og mála og skreyta.

Á mánudaginn var þá fórum við í vettvangsferð, við löbbuðum á Hvammsvöll og lékum okkur þar. Við vorum svo lengi úti að leika okkur útí garði eftir að við komum til baka, það voru einhverjir sem vildu ekki einu sinni koma inn, stuðið var það mikið. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni í dúlleríi. Eftir kaffitíma þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar var verið að skapa á fullu (eitthvað jólajóla). Við bökuðum líka piparkökur og hlustuðum á jólalög saman. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild fram að kaffi og fórum svo út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá voru sumir inni að leika okkur fyrir hádegið meðan aðrir fóru út að leika sér. Inni var verið að leika í eldhúsdótinu og í ýmsum borðverkefnum. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni fram að kaffi og eftir kaffi þá fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá fóru sumir út að leika sér fyrir hádegið. Nokkrir voru inni að leika og var t.d. verið að leika í pleymó og að jólast aðeins. Eftir mat og hvíld þá fóru þeir sem voru inni að leika fyrir hádegið út að leika meðan hinir vöknuðu í rólegheitunum. Eftir ávaxtastund þá byrjuðu foreldrarnir að týnast inn í Kakó og Piparkökur til okkar og þökkum við ykkur kærlega fyrir komuna J alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn.

Í dag föstudag þá fórum við í leikvang til Kollu fyrir hádegið, þar var þrautabraut og meira stuð. Það var líka opið milli deilda á ganginum og var gaman að sjá hvað krakkarnir nutu sín vel að leika saman. Það var svo gaman saman fyrir matinn, að þessu sinni þá hittust öll leikskólabörnin saman og við sungum saman nokkur jólalög og kveiktum á fyrsta aðventukertinu. Eftir mat og hvíld þá ætlum við að dúllast inni á deild og eftir kaffi þá er planið að fara út að leika.

Eigið dásamlega fyrsta í aðventuhelgi

Kveðja, Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica