Sími 441 5200

Dagbók

30. ágúst

Heil og sæl kæru foreldrar

Þessi vika hefur litið hratt eins og undanfarnar vikur og  hefur hún að mestu einkennst  af útiveru enda hefur veðrið verið gott þrátt fyrir einhverja rigningu í byrjun vikunnar og höfum við farið út 2 svar á dag alla vikuna. Það er fínt að hafa ekkert plan nema þá að borða og sofa og leika sér í einhverjar vikur áður en skipulagt hópastarf byrjar en það byrjar núna á mánudaginn 2. september. Við höfum líka leikið helling inni eins og í holukubbum, dúkkukrók og svo inná deild að perla, pinna, kubba, leika með bílana, verkfærin, púsla og dúkkurnar. Fullt af myndum koma inn núna á eftir á facebookið.

Á miðvikudaginn var líka afmæli hjá okkur þannig að þá var afmælisveisla og mikið fjör ;)

Við erum mjög ánægð á Lautinni hve vel börnin hafa aðlagast vel inn í sumar og hvað þau eru fljót að aðlagast okkar rútínu, þau eru öll svo dugleg að kveðja og finna sér eitthvað að gera.

Við óskum ykkur góðrar helgar

Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica