Sími 441 5200

Dagbók

3. maí

Gleðilegt sumar!

Þetta hafa nú verið skrýtnar undanfarnar vikur vegna Páska, skipulagsdaga, Sumardagsins 1. og 1. maí. Margir hafa verið í fríi og eru að koma til baka til okkar og enn eru einhverjir í fríi. Við starfsfólkið áttum góða daga í Brighton, við fórum á Numicon námskeið en það eru stærðfræðikubbar sem við eigum og var gott að fá námskeið sem var mjög svo fræðandi um alla möguleikana með þá sem eru óteljandi og síðan fórum við í skóla sem er í skógi, ótrúlega flottur og eyddum við heilum degi þar og fengum við fullt hugmyndir um hvað er hægt að gera margt og skemmtilegt í útikennslu.

Enn í þessari viku fórum við út fyrir hádegi á mánudaginn og eftir samverustund, mat og hvíld, fóru nokkrir hópar til Jónínu í spil og spjall. Eftir síðdegishressingu fórum við aftur út og enduðum daginn úti, mikill útivera þann daginn Á þriðjudaginn var smiðja hjá okkur fyrir hádegi og voru hinir í rólegum leik inn á deild á meðan. Við fengum líka nýtt barn til okkar á Laut og bjóðum við hann velkominn til okkar. Nokkrir af stóru strákunum fóru út strax eftir hvíldina og komu rétt inn í síðdegishressingu. Sumarið minnti aðeins á sig og var þetta fína veður eftir hádegið á þriðjudaginn svo við drukkum snemma og vorum öll kominn út fyrir kl. 3. við enduðum daginn auðvitað úti. Börnunum fannst mjög skrýtið að vera ekki kappklædd í kuldagalla og þurfa bara að fara í skó og úlpu sem var nú aðeins og mikið fyrir suma og voru komin á peysuna með enga húfu!

Á miðvikudaginn var 1. maí og þá var leikskólinn lokaður.

Í gær var hefðbundinn dagur hjá okkur og þar sem veðrið var milt og gott þrátt fyrir rigningu og vorum við mikið úti. Fórum út fyrir mat og aftur seinnipartinn.

Í dag er leikvangur hjá okkur fyrir hádegi. Eftir mat og hvíld verður Gaman Saman hjá okkur með Lind og Læk, þá tekur síðdegishressingin við og eftir það förum við út.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica