Sími 441 5200

Dagbók

29. mars

Komið þið sæl

Tíminn flýgur áfram og apríl bara rétt handan við hornið. En á mánudaginn vorum við inni fyrir hádegi. Byrjuðum að mála páskaunga með gaffli. Sumir voru að mála voru aðrir að leika í holukubbunum og aðrir í playmo. Eftir samverustund, mat og hvíld fóru nokkrir hópar til Jónínu í spil og spjall. Eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum daginn úti.

Á þriðjudaginn byrjaði dagurinn á smiðju en þau byrjuðum á páskaverkefninu, máluðu bakgrunninn og annað blað gult sem þau munu svo klippa niður í 3 litla unga. Þau sem áttu eftir að klára verkefnin á undan náðu að gera það þannig að búið er að skila inn á deild bæði litablöndunarverkefninu og saumverkefninu. Á meðan hópur var í smiðju voru hinir að leika inná deild, að púsla, lita, með bílana og í eldhúsdótinu. Eftir samverustund, mat og hvíld fórum við að klippa út gogg og fætur á ungana okkar sem við máluðum á mánudeginum. Nokkrir náðu að líma það á sinn unga og augu. Eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum daginn úti.

Á miðvikudaginn, eftir morgunmat og ávaxtastund skiptum við börnunum niður á 3 svæði og fór einn hópur í að vinna í páskaunganum sínum og hinir voru í holukubbum eða í lestinni og svo skiptum við um svæði. Eftir hádegismat fóru nokkrir í hópum til Jónínu í spil og spjall. Eftir síðdegishressingu fórum við út.

Í gær, fimmtudag byrjuðum við daginn út í snjónum, við fórum ekki í vettvangsferð eins og planið var, heldur lékum okkur hér í garðinum í staðinn. Það var mikið verið að renna sér á rassaþotunum og bara að velta sér í snjónum. Börnum fannst æði að það væri kominn svona mikill snjór þó við Eftir hádegismat og síðdegishressingu skiptum við börnunum niður og var leikið í leikvangi, holukubbum og inná deild. Við enduðum daginn inni.

Í dag, byrjuðum við daginn á leikvangi, alltaf jafngaman að fara í leikvang til Atla. Á meðan eru hinir í góðum leik inná deild. Eftir samverustund, hádegismat og hvíld verður Gaman Saman með Læk og Lind. Eftir síðdegishressingu ætlum við út ef veður leyfir og enda daginn úti.

Takk fyrir vikuna og góða helgiÞetta vefsvæði byggir á Eplica