Sími 441 5200

Dagbók

28. september 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur liðið við leik og störf og virðast allir njóta þess að vera saman í leikskólanum. Vinatengsl eru byrjuð að myndast og skemmtilegir og fjörugir ímyndunarleikir eru farnir að birtast í öllum myndum

Á mánudaginn þá var ansi hvasst og rigndi duglega á köflum. Við létum það samt sem áður ekki stoppa okkur og skelltum okkur í vettvangsferð. Við löbbuðum á enn eitt heimilið og strákurinn sem á heima þar fannst var í skýjunum með að finna húsið sitt og sýndi okkur það stoltur. Við lékum svo í garðinum okkar eftir labbitúrinn og þeir sem höfðu áhuga á því að fá poka í band fengu svoleiðis og hlupu um allt með fljúgandi poka í eftirdragi. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar, bæði í frjálsum leik og svo vorum við að búa til listaverk úr rakfroðu og matarlit. Þau fengu semsagt að velja sér liti í rakfroðuna fyrir framan þau og hrærðu í henni eins og þau vildu. Síðan var blaði þrýst á og voila listaverk komið. Það verk ásamt fleirum hangir inni á deild og endilega kíkið á þau við tækifæri.  Eftir kaffið fórum við síðan út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðjuna í Listsköpun, að þessu sinni var verið að mála sameiginlega litamynd og leika á ljósborðinu. Við vorum líka að leika á svæðum, t.d. dúkkukrók og í Numicon kubbunum okkar. Eftir mat og hvíld lékum við inni á deild og eftir kaffi fórum við út að leika.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur í garðinum okkar. Eftir langa og góða útiveru þá fengum við okkur að borða og lögðum okkur svo í smá stund. Eftir hvíldina lékum við okkur á deildinni okkar og eftir kaffið fórum við út að leika.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar og eftir kaffi þá fórum við út.

Í dag föstudag þá er leikvangur fyrir hádegið. Þar er þrautabraut hjá henni Kollu og virðast allir hafa skemmt sér vel þar. Eftir mat og hvíld þá verður afmælisstuð á Lautinni en einn gaurinn okkar varð tveggja ára í dag. Hann valdi sér að sjálfsögðu disk og glas og bauð upp á saltstangir í veislunni sinni. Innilega til hamingju með daginn þinn litli snillingur :)  Eftir kaffitímann verður annað hvort farið út eða leikið inni, fer svolítið eftir veðri og vindum.

Eigið góða helgi

Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica