Sími 441 5200

Dagbók

28. júní

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur gengið ljómandi vel, nýju börnin eru að aðlagast vel og eru farin að læra rútínuna hjá okkur. Þó það sé smá grátur við að kveðja varir hann ekki lengi og eru allir glaðir og kátir hjá okkur allan daginn.

Á þriðjudaginn var Nanna með okkur og tók hún 2016 börnin með í vettvangsferð, þau tíndu blóm til að þurrka og léku sér svo á Hvammsvelli, 2017 börnin voru í garðinum að leika á meðan.

Eftir morgunmat og ávaxtastund höfum við farið út að leika, veðrið hefur verið hlýtt og þrátt fyrir smá rigningu hafa allir verið glaðir úti enda er miklu skemmtilegra að leika sér í sandinum í rigningunni. Við höfum verið að fara út bæði fyrir hádegi og eftir hádegi og klárað daginn úti nema á miðvikudaginn þegar Götuleikhúsið kom til okkar þá förum við út fyrir hádegi og svo aftur strax eftir hvíldina þegar leikhópurinn kom. En leikritið var um Regnbogalitina hvernig allir eiga að vera vinir. Þetta var skemmtilegt leikrit og náði vel til barnana sem hlóu og tóku þátt í með að syngja með. Við fórum svo inn fyrir síðdegishressinguna og kláruðum daginn inni.

Inni höfum við verið til dæmis að kubba, lita, púsla, leira og leika með bílana. Sungið, leikið með hljóðfærin og lesið bækur.

Í þessari viku höfum við verið að borða bæði morgunmat og síðdegishressinguna í matsalnum og hefur það gengið alveg ljómandi vel.

Takk fyrir góða viku og sjáumst hress í næstu

Stefanía, Ólöf, Sirrý, Hólmfríður og Anna LáraÞetta vefsvæði byggir á Eplica