Sími 441 5200

Dagbók

26. október 2018


Enn ein vikan liðin og bangsadagurinn runninn upp. Við eins og alltaf erum eins mikið úti og hægt er.. meðan það er hægt. Því er mikilvægt að fatnaður sé til staðar fyrir öll hugsanleg veður :)

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð. Við löbbuðum heim til einnar skvísu og kíktum á heimilið hennar. Lékum á rólónum útí garði hjá henni alveg heillengi, ótrúlegt hvað krökkunum finnst gaman að komast á aðra leikvelli. Eftir samveru, mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar í rólegum leik. Eftir kaffitímann þá klæddum við okkur út að leika og skelltum okkur út í garð í stuðið þar.

Á þriðjudaginn þá fórum við í Smiðjuna til Rebecu, þar var verið að mála og leika í sandinum og við ljósaborðið. Eftir samveru, mat og hvíld þá lékum við á Lautinni. Einhverjir fóru í leikvanginn með Kollu að hreyfa sig. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið, lékum okkur í garðinum okkar að þessu sinni og er alveg ótrúlegt hvað börnin ykkar eru dugleg að finna sér viðfangsefni þar. Eftir mat, hvíld og rólegan leik á Lautinni þá fórum við í kaffitíma og svo fóru flestir heim þar sem það var kvennafrídagurinn og konurnar að sýna fram á að við vinnum mikilvæg störf og viljum fá sambærileg laun og karlpeningurinn. Takk kærlega fyrir að sækja börnin ykkar fyrr :)

Í gær fimmtudag þá fórum við enn og aftur út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við á lautinni bæði í fínhreyfivinnu og með lestina. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur í dásamlega haustveðrinu sem var í gær.

Í dag föstudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Höfðum gaman í garðinum okkar. Eftir samveru, mat og leik á Lautinni okkar, þar sem bangsarnir okkar voru í aðalhlutverki. Þá verður gaman saman með Lindinni og Læknum. Eftir kaffið er síðan planið að fara út að leika okkur.

Eigið góða helgi

kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica