Sími 441 5200

Dagbók

25. janúar

Kæru foreldrar

Þessi vika var nú aldeilis fljótt að líða. Vika hefur verið með hefðbundnu sniði nema á mánudag fórum við út fyrir hádegi og vorum inni eftir síðdegishressinguna en alla hina dagana vorum við inni fyrir hádegi og fórum út eftir síðdegishressinguna. 

Á þriðjudaginn var smiðja  hjá Rebecu eins og vanalega og í dag föstudag er leikvangur hjá Atla. 

Við byrjuðum á að gera bóndadagsboðskortin á þriðjudaginn á meðan hópar voru í smiðjunni og kláruðum  svo boðskortin á miðvikudaginn. Við höfum mikið verið að t.d. að kubba, mála, lita, leira, púsla og leika með lestina, alltaf er hún jafn vinsæl hjá okkur.

Í morgun var svo Bóndadagskaffið sem gekk mjög vel.  Vonandi að allir pabbar, afar og frændur hafi farið saddir frá okkur í morgun ;)   Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna :)

Við byrjuðum að lesa bókina „Ótrúlega saga  um risastóra peru“ í samverustund og ætlum að sjá hvernig gengur að lesa svona langa bók.  En bókin lofa góðu ;)

Í haust lærðu krakkarnir þuluna um Krumma á Skjánum og rifjum við hana upp reglulega en annars eru lögin sem við erum meðal annars að syngja þessa dagana eru:  

·         Frost er úti fuglinn minn

·         Þorraþræll

·         Nú er úti norðan vindur

·         Krummi svaf í klettagjá

 

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Laut.Þetta vefsvæði byggir á Eplica