Sími 441 5200

Dagbók

24. maí

Kæru foreldrar

Í þessari viku höfum við mikið verið úti enda veðrið með eindæmum gott, sumarið heldur betur að minna á sig eða bara komið ?

En hefðbundin dagskrá vetrarins er lokið hjá okkur svo það er engin leikvangur eða hópar að fara til Jónínu, smiðjan hefur breytt um snið og fara 2015 börnin í vettvangsferðir með Nönnu.

En á mánudaginn fórum við út fyrir mat og eftir mat og hvíld lékum við okkur inni fram að síðdegishressingu og fórum svo aftur út að leika.

Á þriðjudaginn, fóru 2015 börnin í vettvangsferð með Nönnu, Ólöfu og Kasiu og tóku strætó niður að tjörninni í Kópavogsdalnum og léku sér þar dágóðastund áður en þau tóku strætó til baka. 2016 og 2017 léku sér úti í garði á meðan. Eftir samverustund, mat og hvíld var leikið fram að síðdegishressingu og svo var farið aftur út.

Á miðvikudaginn, fórum við öll út í góða veðrið en við skiptum 2015 börnunum í 2 hópa og byrjaði annar hópurinn á því að fara í heimsókn á Hól, nýju deildina sína og lékum við okkur þar í góðan hálftíma og þá skiptum við á hópum þannig að þau öll fengu tíma inná Hól. Eftir samverustund, mat og hvíld, fórum þau út sem ekki sofnuðu, við komum bara rétt inn til að fara í kaffi og kláruðum við daginn úti.

Í gær fimmtudag, skruppum við í vettvangsferð á Hvammsvöll og lékum okkur þar fram að samverustund. Eftir mat og hvíld, skelltum við okkur aftur út í góða veðrið og fórum rétt inn í síðdegishressingu.

Í dag, föstudag skelltum við okkur út eftir ávaxtatund og komum svo inn í samverustund, mat og hvíld. Eftir hvíldina ætlum við aðeins að hvíla okkur á sólinni og leika inni fram að síðdegishressingu og fara þá aftur út og klára daginn úti.

Í næstu viku er þetta helst:

Á miðvikudaginn næsta, þann 29. maí verður hjóladagur á Lautinni. Þá mega börnin koma með hjólið sitt, hlaupahjólið sitt, jafnvægihjólið sitt eða sparkbílinn sinn til okkar. Við ætlum þá að fara aðeins út fyrir hliðið að hjóla saman á göngustignum í átt að Salalauginni. Mikilvægt er að þau verði með hjálminn sinn og vinsamlegast hafið hann rétt stilltan! Því vitlaust stilltur hjálmur gerir ekkert gagn! Muna líka að merkja vel ;)

Fimmtudaginn 30. maí er Uppstigningardagur og leikskolinn því lokaður.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica