Sími 441 5200

Dagbók

23. nóvember 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram og það styttist heldur betur í aðventuna. Við erum búin að vera að njóta þess að hengja upp jólaljós og aðeins búin að vera að stelast í það að syngja jólalög og gera smá jólajóla (margir komið heim með græna putta og smá glimmer).

Á mánudaginn þá gerðum við ekki ekki þar sem leikskólinn var lokaður, það var skipulagsdagur hjá kennurunum og fóru þeir á skyndihjálparnámskeið og svo voru fundir hjá kennurum.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar voru þau að klippa jólatré og undirbúa smá jólajóla. Við vorum líka að leika í frjálsum leik inni á deild. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn vorum við inni að leika okkur (það er orðið myrkur ansi lengi fram eftir morgni núna). Við vorum að mála litla kassa sem eiga að verða peningabaukar. Þeim fannst þetta mjög spennandi og töluðum margir um að lauma sér í vasann hjá ömmu og afa og fá smá klink í baukinn sinn. Þegar það var ekki verið að mála þá var í boði að leika með lestina, perla og skoða bók. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá vorum við inni að brasa fyrir hádegismat, það var t.d. leikið í dúkkukróknum frammi á gangi, í lestinni og svo voru allir að mála skraut á jólatréð. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og náðum við í segulkubbana úr leikfangasafninu. Þar voru krakkarnir mikið að reyna að búa til bókstafina sína og einhverjir bjuggu til bílabókstafi :)  Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í dag föstudag þá biðu krakkarnir spenntir eftir henni Kollu og fóru með henni í leikvanginn að gera æfingar. Það var frjáls leikur í boði inni á deild á þess á milli sem þau voru þar. Eftir mat og hvíld þá ætlum við að leika á Lautinni. Það verður svo gaman saman með Lindinni og Læknum. Að sjálfsögðu fáum við okkur smá að borða áður en við förum út að leika okkur.

Næsta vika

Við ætlum að baka piparkökur í næstu viku til að bjóða ykkur upp á í jólakaffinu okkar. Piparkökukaffið verður fimmtudaginn 29. nóvember frá kl. 14.30 – 16.15. Á þeim tíma er hægt að koma og gæða sér á nýbökuðum piparkökum og heitu súkkulaði með krökkunum ykkar. 

Eigið góða helgi

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica