Sími 441 5200

Dagbók

23. ágúst

Kæru foreldrar

Vikan hefur gengið mjög vel “nýju börn” eru farin að þekkja rútínuna hjá okkur, fyrsta heila vikan eftir aðlögun og allt gengur vel.

Mikið hefur verið um útiveru hjá okkur alla vikuna enda veðrið alveg ótrúlega gott, hlýtt og notalegt þó við höfum aðeins þurft að nota regnfötin okkar. Börnin eru dugleg að leika sér úti, alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í garðinum og það margt sem þau læra í gegnum frjálsa leikinn.

Þegar við höfum verið inni höfum við til dæmis verið að kubba, púsla, leira, lita, syngja, leika með eldhúsdótið og bílana. Bara allt í góðum gír hjá okkur á Lautinni.

Góða helgi allir

Stefanía, Anna Lára, Rebekka og Ólöf.Þetta vefsvæði byggir á Eplica