Sími 441 5200

Dagbók

22. mars

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur nú bara heldur betur liðið hratt. En á mánudaginn skelltum við okkur út að leika, við erum aðeins að breyta að núna förum við ekki í vettvangsferðir á mánudögum heldur förum við á fimmtudögum, það kemur betur út starfsmannalega. Svo á mánudaginn fórum við út að leika í rigningunni, margir urðu vel blautir og skítugir svo ég náði í vatnskönnur til að skola mestu drulluna af stígvélunum áður en við fórum inn en þaðvar mikið stuð og mikið sullað sjá má á myndunum og myndböndunum á facebookinu okkar. Eftir samverustund, mat og hvíld vorum við með rólegan leik inná deild og fóru svo nokkrir í hóp til Jóninu í spil og spjall. Eftir síðdegishressingu fórum við aftur út og enduðum daginn úti.

Á þriðjudaginn byrjuðum við í smiðju en þetta var gert í tímanum: Kláruðu litla saumaverkefnið. Límdu saumaverkefnið á málaða blaðið og síðan máttu þau skreyta að vild í kring. Þau sem áttu eftir að klára önnur verkefni fóru í það líka meðan aðrir fengu að teikna frjálst eftir að hafa klárað verkefnið.

Á meðan hópar voru í smiðju voru hinir í góðum leik inn á deild eins og til dæmis var verið að leika með playmo, lita, perla og púsla. Eftir þetta hefðbundna samverustund, mat, hvíld og síðdegishressingu fórum við út. Veðrið var nú ekki alveg það besta, gekk á með éljum svo við fórum inn um 4 og enduðum daginn inni.

Á miðvikudaginn ákváðum við að vera inni fyrir hádegi og skiptum við börnunum í 3 hópa og á 3 stöðvar, við vorum að lita og mála á einni stöð, í holukubbum á einni og í leik með verðlausudóti eins og sjampóbrúsum og krukkum. Og svo var skipt á milli þetta fannst börnunum skemmtilegt og gott að gera kennt þeim að vera á sama stað í smá stund annars eru þau oft eins og þeytispjöld um alla deild og ná ekki að leika sér neitt. Eftir samverustund, mat og hvíld fóru nokkrir til Jónínu í spil og spjall og eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum daginn úti. Það var aðeins kallt en börnin fegin að komast út.

Í gær fimmtudag, eftir morgunmat og ávaxtastund skelltum við okkur í vettvangsferð. Eins og ég sagði hér að ofan þá henta fimmtudagarnir okkur betur fyrir vettvangsferðir þannig að munum framvegis fara á fimmtudögum í vattvangsferðir. En í morgun skelltum við okkur á Hvammsvöll, litla rólóvöllinn á milli Salahverfis og Lindahverfis. Þar lékum við okkur í góðan klukkutíma áður en við löbbuðum til baka og lékum okkur aðeins í garðinum okkar líka. Eftir samverustund, mat og hvíld var rólegur leikur inná deild, þar sem við vorum að spila, leika með dýrin og smíða, leika með eldhúsdótið og playmó. Eftir síðdegishressingu skelltum við okkur aftur út og enduðum daginn úti.

Í dag föstudag, byrjuðum við í leikvangi, búið að bíða eftir honum í heila viku ! Meðan hópur var í leikvangi voru hinir í góðum leik inná deild, til dæmis að smíða og í playmo. Eftir samverustund, mat og hvíld verður Gaman saman með Lind og Læk. Eftir síðdegishressingu verður kannski útivera fer allt eftir veðrinu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Allir á Laut



Þetta vefsvæði byggir á Eplica