Sími 441 5200

Dagbók

22. febrúar

Kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við ekki í vettvangsferð heldur fórum við að útbúa boðskort í Dömukaffið okkar, Við stimpluðum með klósettpappírsrúllu sem var búið að búa til hjarta úr. Þetta fannst krökkunum skemmtilegt. Eftir mat og hvíld fór einhverjir í hópa til Jónínu og eftir síðdegishressingu fórum við út.

Á þriðjudaginn, var smiðja hjá okkur fyrir hádegi með meðan hópar voru í smiðju, voru hinir að spila og leika inná deild. Eftir mat, hvíld og síðdegishressingu fórum við út.

Á miðvikudaginn vorum við inni fyrir hádegi að leika okkur með því að kubba, leira, kubba, spila og leika í dúkkukrók. Eftir samverustund, mat og hvíld fóru nokkrir hópar til Jónínu. Eftir síðdegishressingu fórum við út. það var mjög gaman úti því það voru margir pollar til að leika í og voru því örugglega margir vel blautir þegar þeir fóru heim.

Í gær fimmtudag, var loksins dömukaffið hjá okkur, mikill spenna búin að vera fyrir því alla vikuna og þökkum við ykkur fyrir að gefa ykkur tíma til að koma börnin og setjast niður með börnunum ykkar ;) Eftir morgunmatinn drógum við fram búningana okkur og lékum við með þá í dágóða stund. Síðan var farið í bíló, kubba, kíkt á eldhúsdótið og sitthvað fleira. Eftir samverustund, mat og hvíld fórum við að spila, leira og leika með kubbana. Við fórum ekkert út í gær.

Í dag, föstudag byrjum við daginn á leikvangi, alltaf jafn gaman að fara í leikvang til Atla ;) svo vorum við að kubba, púsla, perla og spila. Eftir samverustund, mat og hvíld verður Gaman Saman með Læk og Lind. Eftir síðdegishressingu förum við út og klárum daginn úti.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica