Sími 441 5200

Dagbók

21. september 2018

Sælir kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð, að þessu sinni löbbuðum við heim til Indru, Hrafns og Kristófers Andra. Þau sýndu okkur heimilið sitt stolt :) við komum svo við á leikvelli á leiðinni heim og lékum okkur mikið þar. Við höfðum smá tíma til að leika okkur í garðinum okkar þegar við vorum komin til baka aftur. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar í rólegum leik og nutum við þess að vera saman. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar voru þau að þræða á blað og moka í raspinu þar inni. Það var líka verið að leika í dúkkukrók og í frjálsum leik inni á deild. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild, leirinn er vinsæll núna og eru þau mikið að búa til langa og stutta orma og stórar og litlar kúlur úr honum. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við snemma út að leika okkur og höfðum það notalegt í garðinum okkar. Eftir mat og hvíld þá höfðum við það notalegt á Lautinni. Við fórum líka í smiðjuna að mála með fingrunum okkar, þau fannst þeim mjög áhugavert, sumir voru ansi pjattaðir til að byrja með en létu sig hafa það :) eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á fimmtudaginn þá fengum við gest að sýna okkur töfrabrögð. Það féll vel í kramið og voru þau mjög hissa á öllu því sem hann var að gera. Takk fyrir komuna til okkar. Eftir sýninguna þá fórum við út að leika okkur og vorum úti alveg fram að mat. Vorum bara með stutta samveru fyrir matinn. Eftir mat og hvíld þá leiruðum við og pússluðum. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í dag föstudag þá fórum við í leikvanginn til hennar Kollu. Það er alltaf jafn gaman þar inni og þau á fullu að æfa sig á allan hátt, t.d. úthald, þor, að fara eftir fyrirmælum, hlusta og bíða. Við skiptum okkur líka á svæði og vorum að leika fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar í notalegum og rólegum verkefnum. Eftir kaffitímann þá verður örugglega farið út að leika.

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica