Sími 441 5200

Dagbók

21. desember 2018

Sælir kæru foreldrar

Starfið hefur verið hefðbundið þessa vikuna og höfum við verið dugleg að fara út að leika okkur í góða veðrinu sem er búið að vera í þessari viku :)

Á mánudaginn voru Litlu Jólin okkar. Það mættu allir prúðbúnir í leikskólann og sungum við saman nokkur jólalög, við dönsuðum í kringum jólatréð og hittum jólasveininn. Það gekk bara ágætlega, það voru nokkrir hræddir en létu sig hafa það að setjast niður með þeim fyrir myndatöku. Það fer samt ekki framhjá neinum að sumir voru skelkaðir á svipinn. Eftir jólaball og gómsætan jólamat og ís í eftirrétt þá lékum við inni og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til hennar Rebecu, þar var verið að gera jólahringi sem fóru heim í gær. Eftir mat og hvíld þá fórum við í kaffitíma og svo út að leika okkur

Á miðvikudaginn var einlæg ósk krakkana að fara í vettvangsferð í myrkrinu að kíkja á jólaljósin úti. Það virtust allir skemmta sér vel og léku lengi í garðinum eftir að við komum til baka. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni fram að kaffi og fórum svo út að leika okkur eftir kaffitímann.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni og eftir kaffitímann þá lékum við inni í smástund og fórum svo út að leika okkur.

Í dag föstudag þá er leikvangur fyrir hádegið. Þar eru æfingar inni í sal með henni Kollu. Það virtust allir skemmta sér vel. Eftir skötuveislu í hádeginu þá hvíldum við okkur og eftir hvíldina þá lékum við okkur inni. Eftir kaffitímann þá er á planinu að fara út að leika okkur og klára daginn þar. Við vorum líka með afmælisstrák í dag. Einn gaurinn okkar verður 3 ára í jólafríinu og héldum við upp á það í dag. Hann valdi sér að sjálfsögðu disk og glas og bauð upp á popp og saltstangir í tilefni dagsins. Innilega til hamingju elsku vinur

Við á Lautinni óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samvinnuna á árinu

Kv. Allir á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica