Sími 441 5200

Dagbók

21. júní 2019

Sælir kæru foreldrar

Á þriðjudaginn var fyrsti dagur nýju barnanna á Laut án foreldra og gekk hann eins og í sögu. Nanna var einnig með okkur á þriðjudaginn og tók helming hópsins í göngutúr ásamt Önnu Láru og Snædísi. Gengið var að útikennslustofunni og skoðað köngla og fleira en einnig farið á róló. Þeir sem eftir voru léku sér úti í garðinum.

Á fyrstu dögum aðlögunar borðuðu nýju börnin morgunmat inni á deild en þessa viku hafa þau verið að æfa sig að borða inni í matsal og hefur það gengið ótrúlega vel. Í næstu viku munu þau einnig æfa sig í kaffitímanum.

Annars hefur vikan verið heldur róleg, veðrið hefur ekki leikið við okkur eins og síðustu vikur svo að við höfum varið meiri tíma inni, mikið hefur verið leikið með kubbana, bangsana, verkfæri og svo er leirinn ávalt vinsæll.

Í dag var fallhlífardagur og var fallhlíf og fleiri útileikir settir upp eins og keila sem krakkarnir gátu prófað í útiverunni.

Takk fyrir vikuna, góða helgi og sjáumst hress og kát í langri fimm dag viku á mánudaginn.

Ólöf, Hólmfríður, Sirrý, Anna Lára og Snædís. Þetta vefsvæði byggir á Eplica