Sími 441 5200

Dagbók

2. nóvember 2018

Sælir kæru foreldrar

Nóvember runninn upp og eftir að þessi snjókorn létu sjá sig þá eru börnin ykkar farin að tala um jólin og jólasveinana. Við ætlum samt að gera okkar allra besta að halda öllu í rólegheitunum hér, nóg er um að vera annars staðar.

Á mánudaginn fórum við í stutta vettvangsferð. Við löbbuðum að þessu sinni í hringinn í kringum Salaskóla og hittum þar ansi mörg systkini. Allir fengu knúsast og voru duglegir að kveðja :) Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna fyrir hádegið, að þessu sinni ætlum við ekki að segja hvað verið var að brasa!! Við vorum líka að leika á deildinni okkar í hinum ýmsu verkefnum. Eftir mat og hvíld þá bjuggum við til leir saman og börnin ykkar eru alltaf jafn spennt fyrir því að leira. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni okkar og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika.

Í gær fimmtudag þá brugðum við út af vananum og vorum inni að leika okkur fyrir hádegismatinn. Það var Flæði á yngri gangi og í boði að leika á Lindinni, Læknum og á Ganginum. Þetta var mjög spennandi og gaman að sjá hvernig krakkarnir eru að finna vini á öðrum deildum og leika þar. Þetta er eitthvað sem við munum gera mikið af í vetur. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á Lautinni og að þessu sinni þá var verið að leika í Frozen kastala. Það féll vel í kramið hjá krúttunum ykkar. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í dag föstudag var loksins tími hjá henni Kollu í Leikvanginum. Þar var þrautabraut þar sem kjarkur og þor var þjálfað á fullu. Börnin virtust skemmta sér mjög vel hjá þar inni. Inni á deild var verið að mála og leika í dúkkuhúsinu. Eftir mat og hvíld þá ætlum við að leika á Lautinni og fara svo í Gaman Saman með Lindinni og Læknum. Eftir kaffitímann þá verður afmælispartý á Lautinni. En ein skvísan á afmæli um helgina og fagnar því í leikskólanum í dag. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku vinkona. Eftir afmælið ætlum við að fara út að leika okkur.

  • Leikskólinn á afmæli þann 16. nóvember – leikskólinn verður 17 ára gamall. Kominn með bílpróf og allt saman. Afmælið verður auglýst þegar nær dregur
  • Það er skipulagsdagur þann 19. nóvember – þann dag verður leikskólinn lokaður
Eigið góða helgi
kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica