Sími 441 5200

Dagbók

19. október 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikurnar fljúga frá okkur og það styttist í nóvember. Við reynum eins og við getum að vera eins mikið úti og hægt er því nóg erum við inni yfir háveturinn. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera með útifatnað í lagi og allan fatnað til staðar fyrir krakkana ykkar. 

Á mánudaginn þá fórum við í heljarinnar vettvangsferð. Við löbbuðum á þrjú heimili að þessu sinni og voru allir mjög ánægðir með ferðina. Við áætlum að ferðin hafi verið ca 5 km!! Geri aðrir betur J Eftir mat og hvíld þá lékum við í smástund inni og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna. Þar vorum við að teikna og stinga ásamt því sem við lékum okkur í raspinu sem er er þar inni. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni og börnin ykkar vildu búa til leir og völdu að hafa hann grænan að þessu sinni. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn fórum við snemma út að leika okkur og nutum þess að leika okkur í garðinum okkar. Það er svo gott að vera úti á miðvikudögum því þá eru eiginlega engir aðrir krakkar úti og við höfum garðinn út af fyrir okkur. Eftir mat og hvíld þá lékum við okkur á deildinni okkar og gæddum okkur á gómsætum ávöxtum sem krakkarnir komu með í tilefni dagsins. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá byrjuðum við daginn á hafragraut. Eftir morgunmat og leik þá hélt afmælisbarn dagsins upp á afmælið sitt með því að bjóða krökkunum upp á saltstangir og popp. Innilega til hamingju elsku vinur. Eftir það skiptum við okkur á svæði og fóru einhverjir í holukubbana meðan aðrir léku inn á deild. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild, t.d. við að leira og púsla. Bílarnir eru líka alltaf jafn vinsælir hjá gaurunum okkar. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika. Við áttum líka afmælisbarn í dag. Einn snillingurinn okkar hélt upp á 3 ára afmælið sitt í dag. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku vinur.

Í dag föstudag þá fórum við beint inni á Lind að leika okkur. Eftir morgunmatinn þá fórum við í Flæði um leikskólann. Þá má kíkja á verkefni alls staðar í leikskólanum. Það er alltaf jafn vinsælt og gaman að sjá hvað allir eru fljótir að finna systkini sín. Dagurinn gekk vel og nutu allir þess að vera til. Eftir mat, hvíld og kaffi þá fórum við út að leika okkur. Alltaf jafn gott að klára vikuna úti.

Eigið góða helgi

Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica