Sími 441 5200

Dagbók

18. janúar

Kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við í stutta vettvangsferð þar sem veðrið var ekki sem best fyrir utan garðinn okkar.  Við löbbuðum út að sundlaug og ætlum að kíkja á krakkana í skólasundi, en þá voru bara engir krakkar í sundi!  Það spruttu út margar vangaveltur um hvar allir krakkarnir væru sem ættu að vera í sundi og komumst við ekki að sameiginlegri niðurstöðu því sumir sögðu að krakkarnir væru í sturtu en aðrir að kennarinn væri veikur!  Eftir þetta löbbuðum við til baka og lékum okkur í garðinum fram að samverustund og mat.  Eftir hádegi fóru einhverjir hópar til Jónínu og aðrir voru í góðum leik inn á deild.  Eftir síðdegishressingu lékum við áfram inni.

Á þriðjudag  var rafmagnslausidagurinn og komu allir með vasaljós með sér og var mikið fjör að leika með þau inni.  Skemmtilegt samspil ljós og skugga sem myndaðist þegar krakkarnir léku sér með ljósin.  Það var líka smiðja í gangi svo það var mikið fjör þennan morgun.  Eftir mat, hvíld og síðdegishressingu fórum við út að leika í snjónum, mikið var gaman að leika í snjónum og fá að renna á rassaþotunum ;)

Á miðvikudaginn, vorum við inni fyrir hádegi því það var svo kalt og lékum okkur við að leira, kubba, eldhúsdótið okkar, púsla og fleira og eftir mat, hvíld fóru einhverjir til Jónínu og eftir  síðdegishressingu fórum við út að leika.

Í gær, fimmtudag voru við aftur inni fyrir hádegi að leika okkur með leirinn , að kubba, að púsla og með playmó t.d. og eftir mat, hvíld og síðdegishressingu fórum við út að leika í snjónum.

Í dag byrjum við daginn á leikvangi, þannig að allir hópar fara í leikvang og hinir eru inná deild að leika sér á meðan.  Eftir síðdegishressingu er gert ráð fyrir að fara út og enda daginn þar.

 

Góða helgi allir saman ;)Þetta vefsvæði byggir á Eplica