Sími 441 5200

Dagbók

16. nóvember 2018

Sælir kæru foreldrar

Við erum heldur betur ánægðar með vikuna. Góð vika að klárast og hún endar heldur betur skemmtilega. Allir spenntir og stressið eftir því :)

Á mánudaginn þá fórum við á síðasta heimilið, við löbbuðum heim til ömmu einnar skvísunnar þar sem hún á heima í öðru hverfi og erfitt að komast með strætó þangað. Á leiðinni heim þá stoppuðum við á róló og lékum okkur þar. Við áttum svo fótum okkar fjör að launa á heimleiðinni, það var komin svo mikil hálka á gangstéttina. Eftir mat og hvíld og kaffi þá var flæðið í boði og völdu allir sér svæði og að lokum fórum við út að leika.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar var verið að skapa á fullu og allir skemmtu sér vel. Við vorum líka í frjálsum leik inni á deild þegar við vorum ekki í smiðjunni. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og eftir kaffitímann þá fórum við öll út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegismatinn. Eftir matinn og hvíldina þá lékum við á Lautinni og hún Kolla tók krakkana í hópum í Leikvanginn í stuðið þar inni. Eftir kaffitímann þá var Flæði og völdu þau sér svæði eftir áhugasviði. Við fórum samt sem áður út að leika okkur eftir það og kláruðum daginn úti.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið eins og flesta daga. Við nutum þess að leika okkur í garðinum okkar. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og það fór hópur til Kollu í leikvanginn (þau semsagt fóru öll í leikvanginn þessa viku þrátt fyrir að við misstum af Leikvangstímanum í þessari viku. Eftir kaffitímann þá völdu þau sér í flæðinu og að lokum fórum við út að leika.

Í dag föstudag var afmæli leikskólans loksins runnið upp!! krakkarnir voru alveg með það á hreinu að hann á afmæli og að hann er 17 ára gamall. í morgun þá var búningaball/furðufataball í matsalnum, þar dönsuðum við og sungum saman, allur leikskólann. Eftir það var svo opið inn á allar deildar. Þau máttu semsagt velja sér svæði til að leika á. Það virtust allir skemmta sér vel. Það var pizza í hádegismatinn og var henni heldur betur gerð góð skil. Eftir hvíldina þá fórum við út að leika okkur í smá stund. Það veitt sko ekki af öðru en að komast út að hlaupa aðeins. Eftir kaffitímann þá var flæði á ganginum og munu þau velja sér svæði eftir áhugasviði.

Minni á skipulagsdaginn á mánudaginn..

Eigið góða helgi, 

Kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica