Sími 441 5200

Dagbók

16. maí

Kæru foreldrar

Þessi vika er nú stutt í annan endan þar sem það er skipulagsdagur á morgun og leikskólinn því lokaður.

En í þessari viku höfum við verið mikið að leika úti þó við vorum inni fyrir hádegi á mánudaginn og í gær þar sem það var svo mikill rigning og vindur.

En inni höfum við verið að leira, lita, púsla, pinna, lesa bækur, syngja, leika með dúkkuhúsið og eldhúsdótið.

Við höfum farið í Lubbastundir, holukubbana og spilað á spil. 2015 börnin fóru aftur í vettvangsferð í útikennslustofuna með Nönnu og sáu margt skemmtilegt þar.

Og úti höfum við verið að hjóla, róla, moka, klifra og sópa.

Svo eins og þið sjáið höfum við haft nóg að gera þessa vikunna.

Góða helgi allir saman

Við allar á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica