Sími 441 5200

Dagbók

16. ágúst

Heil og sæl

Þá eru allir komnir úr sumarfríi ;) Við höfum haft vikuna til að venjast aftur leikskólalífinu og tókum á móti 4 nýjum börnum til okkar í aðlögun í vikunni. Aðlögunin hefur gengið mjög vel og munum við nota næstu vikur til að kynnast betur en þessi 4 nýju börn falla vel inní hópinn.

Mikið hefur verið um útiveru þessa daga enda veðrið gott þó það hafi verið pínu kallt þarna fyrstu dagana. Við höfum farið út fyrir og eftir hádegi og inni höfum við verið að leira, kubba, hlusta á sögu, syngja og frjálsleikur svo eitthvað sé nefnt.

Nokkrar myndir frá því í dag eru komnar inn á facebook síðuna okkar.

Njótið helgarinnar og við sjáumst á mánudaginn hress og kát.

Kær kveðja allar á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica