Sími 441 5200

Dagbók

15. mars

Kæru foreldrar

Í þessari viku hefur nú bara verið mikið um útiveru. En á mánudaginn fórum við út fyrir hádegi. Eftir samverustund, mat og hvíld fóru einhverjir til Jónínu í spil og spjall. Við hin vorum að spila og leika með kubba og eldhúsdótið. Eftir síðdegishressingu, lékum við með bolta, í holukubbunum, hlustuðum á sögu og fleira skemmtilegt. Við enduðum daginn inni.

Á þriðjudaginn var smiðja hjá okkur fyrir hádegi. Orð vikunnar í smiðju var krosssaumur og nál. En í þau sem áttu eftir að klára litablöndunarverkefnið byrjuðu á að gera það. Síðan byrjuðum við á litlu saumaverkefni, þau fengu smá kynningu í krosssaumi. Þetta litla verkefni verður sett á blað með máluðum bakgrunn sem þau hafa einnig lokið við. Þannig að næst verður þetta verkefni klárað.

Þegar hóparnir voru í smiðju voru hinir inn á deild að leika og spila. Það er mjög vinsælt núna að spila og púsla. Við vorum með eitt afmælisbarn sem hafði verið veikur á afmælisdaginn sinn, svo hann bauð börnunum upp á popp og saltstangir sem er alltaf vinsælt. Innilegar hamingjuóskir með daginn kæri vinur.

Eftir þetta hefðbundna eftir hádegi fórum við út og enduðum daginn úti.

Á miðvikudaginn, drifum við okkur snemma út enda veðrið mjög gott. Eftir mat og hvíld, fóru einhverjir í í spil og spjall hjá Jónínu. Við vorum síðan með ávaxtaveisluna okkar, takk allir fyrir að koma með svona mikið af ávöxtum, alveg frábært, takk takk. Eftir síðdegishressingu skelltu við okkur aftur út og þá hafði veðrið aðeins breyst og komin snjókomma sem börnunum fannst alveg frábært , þau voru alsæl með veðrið og spurðu hvort það væru að koma jól og fóru að syngja jólalög :)  Við enduðum daginn úti.

Í gær fimmtudag, byrjuðum við daginn á morgunmat eins og alltaf fyrir þá sem vilja. Síðan var ávaxtastund og svo drifum við okkur út. Börnin þvílíkt ánægð að hafa snjó. Síðan var samverustund, matur og hvíld. Eftir hvíld vorum við að perla, púsla, lita, kubba, leika með dýrinn og að spila. Eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum við daginn úti.

Í dag, eftir morgunmat og ávaxtastund, fórum við í leikvang, þar var Atli að láta börnin gera alls kyns þrautir og hopp eftir heilsubókinni okkar, bara gaman. Hinir hóparnir sem eru inni á deild á meðan eru að lita, perla, púsla, leika með playmo, kubba og spila. Eftir samverustund, mat og hvíld verður Gaman Saman með Læk og Lind. Eftir síðdegishressingu verður farið út og dagurinn endar úti.

Hér er smá listi yfir þau lög sem við erum að syngja þessa dagana. En það er t.d. Lagið um það sem er bannað, A og B spott og spé, Krummi svaf í Klettargjá, Indjánar í skógi og Það er skemmtilegast en þetta eru svona vinsælustu lögin hjá okkur núna.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica