Sími 441 5200

Dagbók

15. febrúar

Kæru foreldrar

Þá er skemmtilegri viku að ljúka eða litavikunni okkar. Við höfum mikið verið að ræða litina og höfum við verið að gera skemmtilega mynd með því að stimpla með höndunum og fótunum okkar á blað og klippa svo út og líma á blað, þið munið sjá afraksturinn upp á vegg á næstu dögum

En á mánudaginn, vorum við inni fyrir hádegi að leika okkur og spila, en það er mikill áhugi fyrir hinum ýmsum spilum, sem er bara gaman. Eftir hádegi lékum við okkur með gula litinn og stimpluðum með hægri hendinni. Eftir síðdegishressinguna fórum við út.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á smiðju og eftir mat og hvíld héldum áfram að stimpla og þá með vinstri hendinni sem við gerðum með rauðu. Eftir síðdegishressingu fórum við út.

Á miðvikudaginn, byrjuðum við að stimpla með grænu á hægri fætinum ( krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt og fengu svo smá tásunudd í kaupbæti ) og svo drifum við okkur út í góða veðrið. Eftir samverustund, mat og hvíld, lékum við okkur fram að síðdegishressingu og skelltum okkur svo aftur út.

Í gær fimmtudag, byrjuðum við að klippa út hendurnar okkar ( þau fengu smá aðstoð við það svo þau myndu ekki klippa fingurna af, s.s. ekki á þeim sjálfum heldur af stimpluðu höndunum ;) )  og svo stimpluðum við með bláu, með  vinstri fætinum okkar en þau voru mjög svo spennt fyrir því, því þau vissu að því fylgdi tásunudd ;) Eftir samverustund þar sem við lásum bókina „ Þegar litirnir fengu nóg“ sem þeim finnst mjög skemmtileg, mat og hvíld fórum við að setja saman myndina með handa – og fótamyndunum okkar og var mikill spenna fyrir því. Eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum daginn úti.

Í dag föstudag, byrjuðum við daginn í leikvangi og halda áfram að setja myndirnar okkar saman. Við erum líka að leika okkur í dúkkukrók og holukubbunum. Svo verður samverustund fyrir matinn. Eftir mat og hvíld verður Regnbogaballið um kl. 13.30, þá ætlum við að dansa frá okkur allt vit. Eftir síðdegishressingu förum við út.

Takk fyrir skemmtilega viku, gaman að sjá hvað margir komu klæddir eftir litaþemunum okkar ;) Það koma síðan fullt af myndum á eftir frá vikunni inná facebooksíðuna okkar.

Góða helgi allir saman

Starfsfólkið á Laut.Þetta vefsvæði byggir á Eplica