Sími 441 5200

Dagbók

14. júní

Kæru foreldrar

Á þriðjudaginn fórum við í fjöruferð með Nönnu og var það mikið ævintýri að fara með strætó og fannst börnunum þetta mikill skemmtun. Margt var að sjá í fjörunni, allskyns skeljar og steinar, þari og þang sem börnunum fannst gaman að skoða með stækkurnargleri. Ferðin gekk í allastaði mjög vel. Eftir samverustund, mat og hvíld, vorum við með smákveðjustund fyrir 2015 börnin og Kasiu og svo hófust flutningarnir yfir á Hólinn. Það var mikill spennan að fara yfir. Eftir síðdegishressinguna fórum við sem eftir voru út að leika.

Á miðvikudaginn fengum við svo 4 ný börn sem við bjóðum hjartanlega velkominn til okkar á Lautina.

Sumarhátíðin var hjá okkur eftir hádegi á miðvikudaginn og var mikið um að vera í garðinum, andlistsmálun, pappírsgerð, sápukúlur, 2 hoppikastalar, þrautabraut og slönguspil til að nefna það helsta. Svo kom leikhópurinn Lotta í boði foreldrafélagins og pylsur voru grillaðar. Svo var hægt að njóta veðurblíðurnar en við vorum einstaklega heppinn með veður í ár.

Aðlögunin hefur gengið mjög vel. Veðrið hefur verið æðislega gott og því mikið um útiveru hjá okkur en það er endalaust hægt að finna sér eitthvað að gera í garðinum. Við höfum líka verið að leira, lita, pinna, leika okkur með bílana, eldhúsdótið og kubba þegar við höfum verið inni.

Nú eru allir farnir út að leika í góða veðrinu.

Góða helgi allir saman og njótið vel. Á mánudaginn er leikskólinn lokaður en þá er 17. Júní.

Sjáumst hress og kát á þriðjudaginn.

Stefanía, Hólmfríður, Ólöf, Sirrý og Anna LáraÞetta vefsvæði byggir á Eplica