Sími 441 5200

Dagbók

14. desember 2018

Sælir kæru foreldrar

Við á Lautinni höfum haft það notalegt þessa vikuna. Höfum verið að jólast á fullu ásamt því að leika í frjálsa leiknum sem okkur finnst svo mikilvægur. Það hafa því miður verið einhver veikindi hjá okkur þessa vikuna og sendum við öllum batakveðjur.

Á mánudaginn þá vorum við inni fyrir hádegið að jólast og leika. Eftir mat og hvíld þá lékum við okkur inni á deild og eftir kaffið þá fórum við í flæði með Lind og Læk þar sem veðrið bauð ekki upp á útiveru.

Á þriðjudaginn þá fórum við í smiðjuna til Rebecu, þar var verið að jólast smá og leika þar inni. Við vorum líka að leika inni á deild og njóta þess að vera saman. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og eftir kaffitímann þá fórum við aðeins út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá vorum við inni að leika, það var í boði að fara í dúkkukrókinn að leika þar ásamt því að þau sem höfðu áhuga á því að jólaföndra máttu það, það var í boði að mála jólatré. Það voru ekki allir sem vildu gera það og þá erum við ekki að pína börnin í það. Sumt þarf að gera en annað ekki. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá vorum við inni að leika og jólast fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá skreyttum við jólatréð frammi í matsal og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur þrátt fyrir óspennandi veður.

Í dag föstudag þá vorum við inni að leika okkur fyrir hádegið, við kláruðum að jólast (pakka inn pökkunum til ykkar). Við fórum líka í hópunum okkar í leikvanginn til hennar Kollu. Það var líka heimsókn frá Lindakirkju þar sem okkur voru sagðar sögur og við sungum saman nokkur lög. Við sungum líka lagið um kertin í sömu stund þar sem við ákváðum að nýta tímann vel. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deild og eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Minni enn og aftur á jólaballið á mánudaginn. Allir mættir fyrir 9.15 í „betri fötunum“ :)

Eigið góða helgi

Kv. Allir á Lautinni

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica