Sími 441 5200

Dagbók

13. september 2018

Sælir kæru foreldrar

Vikan hefur liðið hratt og erum við að njóta þess í botn að geta verið svona mikið úti að leika saman.

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð. Hún Bríet Lilja sýndi okkur húsið sitt og svo lékum við heilan helling ásamt því sem við löbbuðum lengri leiðina til baka í leikskólann aftur. Eftir mat og hvíld þá lékum við inni á deildinni okkar. Við fórum svo aftur út að leika okkur eftir kaffi.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðjuna til Rebecu. Inni á deild var verið að leika í bílum og eldhúsdóti. Eftir mat og hvíld þá lékum við inniá deild, þar var verið að vatnslita og klessulita saman á blað og fer afraksturinn upp á vegg í vikunni. Einnig fóru einhverjir í leikvanginn til Kollu að hoppa og skoppa. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur

Á miðvikudaginn þá fórum við snemma út að leika okkur. Við vorum þvílíkt dugleg úti að leika saman, í hinum og þessum leikjunum. Sumir hjóluðu heilan helling meðan aðrir voru að mála með vatni hér og þar á lóðinni. Einhver fór meir að segja í heimsókn í regnskóginn að hitta dýrin. Ótrúlegt hugmyndaflug sem þau hafa þessir snillingar. Eftir mat og hvíld þá fóru einhverjir í leikvanginn og sumir voru inni á deild í rólegum leik. Eftir kaffið, þá fórum við út.

Í dag fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Vorum komin snemma út og sumir vildu enn og aftur ekki fara inn að borða. Við lofuðum því hátíðlega að við færum aftur út eftir kaffi. Við lásum svo Gilitrutt í samverustundinni og borðuðum svo. Eftir hvíldina þá lékum við inni á deild einhverjir fóru í leikvanginn. Eftir kaffitímann fórum við beint út að leika.

Við óskum ykkur góðrar langrar helgar

Kv. Allir á Lautinni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica