Sími 441 5200

Dagbók

12. október 2018

Sælir kæru foreldrar

Við höfum haft nóg að gera í þessari viku eins og þær flestar. Við erum ennþá jafn mikið úti að leika okkur enda nóg um að vera í garðinum okkar. Gaman að sjá hugmyndaflugið þeirra aukast sem og vináttuna blómstra

Á mánudaginn þá fórum við í vettvangsferð. Við löbbuðum á tvö heimili við viðbótar og voru strákarnir sem þar búa mjög ánægðir með ferðina. Við lékum svo á lóðinni okkar þangað til við þurftum að fara inn að borða. Eftir mat og hvíld þá lékum við á deildinni okkar, bjuggum meðal annars til leir og völdu þau að hafa hann rauðan þessa vikuna. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðjuna. Það var verið mála eitthvað sniðugt þar inni. Við vorum líka að leika á deildinni okkar t.d. í leirnum, dúkkudótinu okkar og með bílana. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni og vorum við í rólegum leikjum, t.d. leirnum, lita og perla. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Á miðvikudaginn þá fórum við snemma út að leika okkur. Við lentum í ágætis rigningu og fengum líka sól á okkur. Við sáum því mjög flottan regnboga og ræddum við heilmikið um það af hverju það koma regnbogar. Þau voru nokkur alveg með það á hreinu eftir þær umræður. Eftir mat og hvíld vorum við að leika á deildinni okkar, vorum t.d. að æfa okkur í því að klippa og vakti það mikla lukku. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur.

Í gær fimmtudag þá fórum við út að leika okkur fyrir hádegið. Eftir mat og hvíld þá lékum við á Lautinni, t.d. að leira og plúskubba. Eftir kaffitímann þá fórum við út að leika okkur. Við áttum líka afmælisbarn í dag. Hann bauð upp á jarðarber og saltstangir í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Lautarstrákur og fjölskylda.

Í dag föstudag þá er leikvangur fyrir hádegið. Þar er hoppað og skoppað eins og alla föstudaga. Eftir mat og hvíld þá er planið að leika á Lautinni og hafa gaman. Við ætlum svo að hittast og syngja saman í Gaman Saman með vinum okkar á Lind og Læk. Eftir kaffitímann ætlum við út að leika okkur og klára daginn þar. 

  • Í næstu viku þá verður ávaxtadagur hjá okkur. Við völdum okkur miðvikudag til að njóta gómsætra ávaxta saman!+
Takk fyrir vikuna og góða helgi

kv. Allir á LautinniÞetta vefsvæði byggir á Eplica