Sími 441 5200

Dagbók

12. apríl

Heil og sæl kæru foreldrar

Þessi vika hefur aldeilis flogið frá okkur. En á mánudaginn fórum við út fyrir hádegi að leika okkur í garðinum. Eftir samverustund, mat og hvíld, fóru nokkrir til Jónínu í spil og spjall. Eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum daginn úti enda gott veður og allir þvílíkt glaðir að fara aftur út.

Þriðjudagurinn var hefðbundin, eftir morgunmat og ávaxtastund fóru hópar til Nönnu í Smiðjuna. Þar er verið að gera páskamyndir, nokkrir náðu að klára og fara með sína mynd heim í dag en vonandi gefst tími á mánudaginn fyrir þá sem eiga eftir að klára.

Eftir mat og hvíld var leikið í rólegum leik inná deild og eftir síðdegishressingu fórum við út og enduðum daginn úti.

Á miðvikudaginn, var gott veður að við drifum okkur út eftir morgunmat og ávaxtastundina og lékum okkur lengi út í garði áður en við fórum inn í hádegismat. Eftir hvíld fóru einhverjir til Jónínu í spil og spjall. Eftir síðdegishressingu fórum við aftur út að leika enda veðrið gott.

Í gær fimmtudag fórum við snemma út vorum bara kominn út um kl. 9, því miður gátum við ekki farið í vettvangsferð eins og er á planinu hjá okkur út af starfsmannafundum en við lékum okkur lengi úti. Eftir samverustund, mat og hvíld vorum við í rólegum leikjum inná deild og alltaf er leirinn vinsæll þar. Við ákváðum síðan að vera inni seinnipartinn þar sem við vorum búin að fara út um morguninn og hafa notalegan dag inni. Við vorum að lita, kubba, leika með lestina og fleira skemmtilegt.

Í dag var mikill spenningur í húsinu þar sem nánast allir ( 2015 árgangurinn og eldri) voru að fara í rútu á Duo Stemma í Salnum í Kópavogi. En það er hluti á Barnamenningarhátiðinni hér í Kópavogi. Duo Stemma verður í Salnum líka á morgun laugardag ef einhverjir vilja fara með börnin sín á það. https://salurinn.kopavogur.is/dagskra-og-tonleikaradir . 2016 börnin nutu sín vel að leika með Lækjarbörnum hér í leikskólanum á meðan.

Eftir samverustund, mat og hvíld tókum við því rólega, Gaman Saman er eins og venjulega hjá okkur á föstudögum og erum við að syngja með Lindar- og Lækjarbörnum. Svo fengum við góða gesti sem tóku upp hvað við vorum að gera fyrir kynningarmyndband fyrir leikskólann. Svo núna eftir síðdegishressinguna erum við farinn út og ætlum að enda daginn úti.

Góða helgi allir saman og þið sem eruð komin í páskafrí, njótið vel.

Allar á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica