Sími 441 5200

Dagbók

11. janúar

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur heldur betur liðið hratt.  Við höfum verið mikið úti enda veðrið nokkuð gott miðað við árstíma. En það kannski breytist eitthvað í næstu viku ;)

Á mánudaginn fórum við  ekki í vettvangsferð eins og vanalega á mánudögum, heldur vorum við með kósý dag inni fyrir hádegi.  Eftir hvíld og síðdegishressingu fóru við út og kláruðum daginn úti.

Á þriðjudaginn vorum við með smiðju fyrir hádegi og fóru allir hóparnir í smiðju til Rebecu.  Eftir síðdegishressingu fórum við út.

Á miðvikudaginn fórum við út fyrir hádegi og þrátt fyrir rigningu voru allir í góðum gír í útiverunni. Enda elska börnin að vera úti.  Við enduðum daginn líka úti.

Í gær var líka mikill útiverudagur og fórum við út fyrir hádegi enda veðrið í gær mjög gott.  Við  enduðum daginn líka úti.

Í dag, föstudag erum við með leikvang hjá Kollu núna fyrir hádegi og fara allir hóparnir á sínum tíma þangað.  Hinir eru í góðum leik á meðan inná deild og eru t.d. að púsla, leira, kubba eða leika með bíla.  Fyrir síðdegishressinguna í dag verður Gaman Saman með Læk og Lind.  Eftir hressingu verður  gert ráð fyrir að fara út.

Næsta þriðjudag, 15. janúar er Rafmagnslausidagurinn og mega börnin því koma með vasaljós með sér,  gott að merkja vel með nafni og jafnvel að setja ný batterý svo ljósið dugi nú eitthvað fram eftir degi ;)

Bestu kveðjur til ykkar allra og góða helgiÞetta vefsvæði byggir á Eplica