Sími 441 5200

Dagbók

10. maí

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur verið nokkuð “löng” þar sem þetta er fyrsta heila vikan síðan fyrir Páska og nú eru allir farin að þrá helgarfrí .

En þessi vika hefur verið hefðbundin og einkennst af mikilli útiveru, veðrið hefur verið gott þó að það sé aðeins kallt. En við höfum farið út alla morgna í vikunni (nema í dag þar sem það er leikvangur) og líka eftir síðdegishressinguna og endað dagana úti. Börnin elska að vera úti sem er alveg frábært.

Þriðjudagurinn var aðeins öðruvísi en þá fóru 2015 börnin í vettvangsferð í útikennslustofuna okkar með Kasiu og Guðnýju Ernu en hún kom í staðinn fyrir Nönnu sem var veik. Þau tóku með nesti og áttu góðan morgun í skóginum. Hin börnin sem voru eftir fóru út að leika.

Og í dag, byrjaði dagurinn á leikvangi og svo verður gaman saman fyrir síðdegishressinguna og eftir hana förum við út og endum daginn úti.

Sem sagt hefðbundinn og góð vika.

Góða helgi og njótið vel.Þetta vefsvæði byggir á Eplica