Sími 441 5200

Dagbók

1. mars

Kæru foreldrar

Jæja loksins komumst við í vettvangsferð á mánudaginn og löbbuðum við að nýju æfingartækjunum sem eru við brúna yfir í Þorrasalina. Þetta fannst þeim skemmtilegt en því miður var veðrið ekki alveg með okkur fengum við rigningu og mikinn vind þannig að við stoppuðum ekki lengi. En það var gott að komast aðeins út fyrir garðinn þó börnunum finnst garðurinn ekki leiðinlegur.

Á þriðjudaginn var smiðja og var það fyrsti tíminn hjá Nönnu en hún er búin að taka við af Rebecu sem er farinn í fæðingarorlof. Nanna er búin að vera hér í Fífusölum síðan í ágúst og hefur verið inná Lind svo börnin þekkja hana vel. Nanna verður líka hjá okkur seinnipartinn flesta daga núna þegar Sara hefur kvatt okkur. En í listasmiðju þessa vikuna skoðuðum þau hvað gerist þegar þau blöndum saman gulum og rauðum. Börnin máluðu með gulum og rauðum akryl lit á blað, létu litina blandast á blaðinu. Í næstu viku ætlum þau svo að vinna áfram með myndina. Orð vikunnar í smiðju : pensill, gulur og rauður. Við enduðum daginn úti.

Á miðvikudaginn var þetta frábæra veður og við drifum okkur út strax eftir morgunmat og ávaxtastund. og vorum lengi út, það var gaman að fá hjólin út sem hafa verið lokuð inn skúr á meðan snjórinn var, og var erfitt að ná börnunum inn fyrir hádegismat. En við náðum þeim inn þegar við sögðumst fara aftur út eftir síðdegishressingu.

Í gær fimmtudag, eftir ávaxtastund og leik vorum við með kveðjustund fyrir Söru sem er að fara að vinna á öðrum leikskóla, nær þar sem hún býr. Við þökkum Söru fyrir öll árin hér í Fífusölum og óskum henni alls hins besta á nýja staðnum. Eftir hádegismat og hvíld, var haldið áfram að leika og eftir síðdegishressingu var farið út og enduðum við daginn úti.

Í dag, fara allir hópar í leikvang til Atla sem er alltaf jafn spennandi. Eftir samverustund, mat og hvíld verður Gaman Saman með Lind og Læk. Svo eftir síðdegishressingu gerum við ráð fyrir að fara út en það á eftir að koma í ljós betur á eftir.

Bestu kveðjur um góða helgi

Allar á LautÞetta vefsvæði byggir á Eplica