Sími 441 5200

Dagbók

1. febrúar

Kæru foreldrar

Þessi vika er nú búin að aðeins öðruvísi en vanalega þar er að segja að við höfum bara farið 1 sinni út í vikunni og það var á mánudaginn eftir síðdegishressinguna annars er búið að vera svo kalt úti að við höfum ekki farið út og það eru viðbrigði við að í allt haust fórum við út á hverjum degi og jafnvel 2svar á dag! Vonandi fer að hlýna í næstu viku svo við komumst út.  Svo er líka búið að vera mikill veikindi hjá börnunum þannig að það hafa bara verið um 11- 12 af 17 að mæta.  Við sendum litlu sjúklingunum bestu batakveðjur ;)

Annars hefur þessi vika verið hefðbundin eins og Smiðja á þriðjudaginn og Leikvangur í dag. Og þó að við fórum  ekkert út þá höfum við haft nóg að gera eins og t.d. að syngja, lesa bækur, kíkja á „ Lubbi finnur málbeinið“  og finnst þeim mjög skemmtilegt.  Leira, lita, kubba, leika okkur  með búningana okkar, dúkku- og eldhúsdótið og í Holukubbunum.

Í dag erum við með 1 afmælisbarn og óskum við honum innilega til hamingju með 3ja ára afmælið ;)

Fyrir síðdegishressinguna verður svo Gaman Saman með Læk og Lind.  Ég var að vonast til að við færum út en ég hald að það séu ekki miklar líkur á því, kemur í ljós.

 

·         Í næstu viku 6. febrúar er Dagur Leikskólans og þá ætlum við að hafa „opið flæði“  á milli kl. 9.15 og 10.30 en þá verða settar upp stöðvar á öllum deildum, smiðju og leikvangi og mega börnin fara um allt og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera.  Klukkan 14.00 kemur Leikhópurinn Vinir með sýninguna um Karíus og Baktus í boði foreldrafélagsins. Sýningin er um 30 mín og seinkar því síðdegishressing um þann tíma.

Bestu kveðjur um góða helgi

Stefanía, Sara, Kasia, Elín og SirrýÞetta vefsvæði byggir á Eplica