Sími 441 5200

Vikan 24-28.júní 2019

Heil og sæl frábæru foreldrar

Vikan hefur gengið ótrúlega vel og höfum við skemmt okkur mikið saman. Búin að vera mjög dugleg að fara út fyrir garðinn í gönguferðir, þeim finnst það alltaf jafn gamna.

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð og ætluðum við að týna orma. Vorum búin að finna okkur box og týna allskonar lauf og blóm til að gera það aðeins huggulegt fyrir ormana. En því miður fundum við ekki einn einasta orm en þau fundu könguló sem þeim fannst voðalega spennandi.. Við létum hana samt alveg vera, enda var hún fljót að flýja í burtu. Okkur kennurunum til mikillar ánægu!

Á þriðjudaginn fórum við út að leika okkur bæði fyrir og eftir hádegi.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegi.
Um 13:30 þá kom götuleikhúsið í heimsókn til og sýndi okkur leikrit í garðinum okkar. Þau börn sem voru vakandi á þeim tíma fengu að sjálfsögðu að horfa á sýninguna á meðan hin sváfu vært.

Á fimmtudaginn fór seinni hópurinn í útikennslu með henni Nönnu. Þau tóku strætó og fóru í fjöruferð. Þau skoðuðu krabbana og kuðungana, en það sem þeim fannst mest spennandi voru rauðu litlu köngulærnar eins og þeim í fyrrihópnum fannst líka mest spennandi. Þau skemmtu sér mjög vel og voru mjög spennt að segja frá ferðinni þegar þau komu aftur til baka.

Núna í dag byrjuðum við daginn okkar á því að fara saman í enn eina vettvangsferðina! Við fórum saman á rólóvöllinn sem er fyrir neðan Örvasalina.
Þau eru svo ótrúlega dugleg að labba og eru svo áhugasöm. Mjög gaman að fara með þennan duglega hóp í gönguferðir.
Við stefnum síðan á að fara aftur út að leika okkur í lok dags.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á Læk

Vikan 11-14.júní 2019

Vikan 11-14.júní

Heil og sæl frábæru foreldrar!

Ótrúlegt hvað við erum búin að vera heppin með veður, við elskum að vera úti að leika og baða okkur í D-vítamínum.
Krakkarnir eru alveg alsæl og eigum við oft erfitt með að fá þau inn í mat sem er svosem alveg skiljanlegt haha..

Á þriðjudaginn byrjuðum við daginn eins og alla aðra morgna á því að hópast saman inn á deild og fá okkur morgunmat þau sem vilja. Síðan erum við ekki lengi að koma okkur út að leika.
Einnig fórum við út að leika okkur eftir hvíldina.

Á miðvikudaginn var hápunktur vikunnar! Að sjálfsögðu sumarhátíðin okkar.
Þegar börnin komu fram úr hvíldinni, bárum við á þau sólarvörn og fengu þau síðan andlitsmálningu.
Þau voru svo ótrúlega ánægð með daginn. Takk fyrir komuna, það var ótrúlega gaman að fá ykkur í heimsókn. Vonum að þið hafi notið þess að fá að vera úti í sólinni með okkur.

Á fimmtudaginn var einnig venjulegur dagur. Fórum út bæði fyrir og eftir hádegi.

Í dag fórum við í vettvangsferð og lékum við okkur saman á Salaskólalóðinni.
Eftir hvíldina þá héldum við upp afmæli hjá einum afmælisprins sem verður 3ára núna á mánudaginn á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Hann bauð okkur upp á popp og saltstangir.
Innilega til hamingju með yndis strákinn ykkar elsku fjölskylda.
Eftir afmælið fórum við í kaffitíma og að sjálfsögðu út góða veðrið.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi
Bestu kveðjur
Starfsfólkið á LækÞetta vefsvæði byggir á Eplica