Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 24-28. júní

Kæru foreldrar,

Allt hefur gengið vel í hjá okkur í vikunni og börnin ná vel saman og eru farin að kynnast betur. Á mánudag var smiðja hjá Nönnu og þar voru þau að búa til báta úr pappír og fengu að sulla svolítið í leiðinni.

Því miður hefur eitthvað hefur verið um veikindi hjá okkur, bæði mikil hálsbólga og eins gubbupest.

Veðrið hefur verið gott og höfum við verið mikið úti að leika. Á fimmtudaginn fengum við götuleikhús í heimsókn til okkar. Þau sýndu okkur leikrit um regnbogann sem flestum fannst mjög skemmtilegt. Það rigndi dálítið vel á okkur á meðan en enginn lét það neitt á sig fá og höfðu bara gaman.

Í dag er síðasti dagur Söndru Daggar í Fífusölum. Við þökkum Söndru kærlega fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum stað sem verður í Danmörku.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica