Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 18-21. júní

Kæru foreldrar,

Þessi vika var stutt eftir 3 daga helgi en er búin að ganga ótrúlega vel og eru krakkarnir að komast í góða rútínu hérna hjá okkur. Þau eru mjög stolt yfir því að vera komin á eldri gang og hafa „stækkað“ mikið . Mörg standa samt við grindverkið yfir í „litla garð“ og vilja fara þangað að leika, bara í smástund.

Veðrið hefur verið gott og höfum við verið mikið úti að leika. Á miðvikudag var 4 ára afmæli hjá okkur og afmælisbarnið bjó sér til flotta kórónu og fékk að velja sér disk og glas. Hún bauð öllum uppá saltstangir, epli og perur.

Á fimmtudagsmorgun fórum við í vettvangsferð í hverfinu, komum við á tveimur róluvöllum sem er alltaf vinsælt.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica