Sími 441 5200

Dagbók

7. september

Kæru foreldrar,

Á mánudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi og svo fóru allir til Rebeccu í smiðju eftir matinn. Þar æfðu þau sig í fínhreyfingum. Þar að auki voru rímhópar hjá Jónínu en hún tekur alltaf öll elstu börn til sín í rímhópa. Eftir kaffið fórum við aftur út. Flæðið í matartímanum byrjaði í dag og gekk ágætlega. Maturinn byrjar 11:15 og á að vera búin um 12:30. 

Á þriðjudaginn var leikvangur hjá öllum fyrir hádegi og 3 hópar fóru til Jónínu. Fórum út eftir matinn og svo aftur eftir kaffitímann.ATH: Leikvangur verður framvegis hjá okkur á fimmtudögum þar sem við þurftum að skipta við aðra deild

Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð uppúr kl. 9. Skoðuðum haustliti og spáðum í litabreytingar á trjám og runnum. Fórum svo og tíndum rifsber sem við ætlum að sjóða í sultu. Komum að sjálfsögðu við á tveimur róluvöllum í leiðinni, það er eitthvað sem tilheyrir J Þar sem það var þvílík sumarblíða gátu börnin ekki beðið eftir að komast út aftur strax eftir mat og við enduðum líka daginn á útiveru.

Á fimmtudaginn varð Styrkár Breki 5 ára og var mjög ánægður með daginn. Hann var búinn að mála bleika og fjólubláa kórónu og valdi sér disk og glas. Við héldum uppá afmælið hans eftir hádegi. Vorum úti fyrir hádegi og 3 hópar fóru til Jónínu og enduðum daginn úti.

Í dag föstudag höfðum við rólega ávaxtastund áður en við fórum út. Eftir matinn fórum við í Hver er undir teppinu og hlustuðum á sögu áður en lagt var af stað í fimleikana. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica