Sími 441 5200

Dagbók

31. ágúst

Kæru foreldrar,

Allt hefur gengið vel í vikunni. Næsta mánudag hefst skipulagt starf hjá okkur og okkar hópur verður í smiðju e.hádegi á mánudögum. Það hefur gengið vel að hafa morgunmatinn í matsal en við viljum biðja ykkur að fara með börnin fyrst inn á deildina en ekki beint í matsal. Nk. mánudag prufum við svo að hafa „flæðandi matartíma“ þá fara 6 börn fram í einu og borða í matsalnum. Það hefur líka verið ákveðið að hafa flæði á ganginum á ákveðnum tímum og við eigum þá ekki lengur „okkar svæði“ eins og t.d. holukubba þriðju hverju viku heldur geta börnin farið í það sem þau langar.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur í rigningunni fyrir hádegi en vorum inni í rólegheitum eftir matinn.

Á þriðjudaginn varð hann Guðjón Veigar 5 ára. Hann var mjög spenntur fyrir deginum og var búinn að skreyta kórónu. Hann valdi sér disk, dúk og glas og bauð öllum uppá saltstangir og vínber.

Á miðvikudaginn var svo gott veður að við vorum að mestu leyti úti að leika

Á fimmtudaginn Allir fóru út fyrir hádegi og svo vorum við inni eftir matinn á leikstöðvum, enduðum í flæði á ganginum með öllum á Hlíð og Hæð kl. 16

Í dag föstudag fórum við út fyrir hádegi að leika og svo biðu allir óþreyjufullir eftir því að klukkan yrði 13 því þá yrði lagt af stað í fimleikana. Endilega sendið fimleikaföt með börnunum á föstudögum því þau verða mjög leið yfir því að vera ekki með föt.

ATH: Starfsáætlun og skóladagatal er komið á heimasíðuna

Næsti skipulagsdagur er 14. september.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica