Sími 441 5200

Dagbók

24. ágúst

Kæru foreldrar,

Vikan hefur flogið áfram og börnin notið þess að leika. Við höfum verið mikið úti að leika sem er frábært þegar veðrið er svona gott og ekkert skipulagt starf byrjað ennþá. Í síðustu viku bættist nýr strákur í hópinn okkar, hann heitir Ísak Darri og bjóðum við hann velkominn á Hól. Það er líka smá breytingar á starfsmannahópnum. Rebekka byrjaði í síðustu viku, hún verður stuðningsaðili á deildinni og eins Guðbjörg Lilja sem kemur á mánudag. Guðbjörg er ekki nýr starfsmaður, hefur unnið í mörg ár á Fífusölum. Júlíana kom til baka á mánudag en hún var í fæðingarorlofi. Atli Þórður er líka nýbyrjaður og verður líklega líka hjá okkur í vetur. Við bjóðum þau öll velkomin til okkar.

Á mánudaginn fórum við út að leika okkur og dunduðum okkur í garðinum. Eftir matinn bjuggum við til leir sem alltaf er gaman að búa eitthvað skemmtilegt til úr, sumir fóru í dúkkukrók,spila, legó eða að púsla. Eftir kaffitímann fórum við aftur út að leika okkur.

Á þriðjudaginn fórum við út í rigninguna. Allir skemmtu sér vel við að drullumalla og voru sum orðin frekar blaut þegar við komum inn. Eftir mat vorum við inni að leika á ýmsum stöðum.

Á miðvikudaginn vorum við mjög mikið úti, fórum út strax uppúr kl. 9:00 og fórum þá inn í samverustund og mat og svo strax aftur út. Skruppum inn í kaffi og enduðum aftur úti í góða veðrinu.

Á fimmtudaginn Allir fóru út fyrir hádegi og svo vorum við inni eftir matinn á leikstöðvum og fórum aftur út eftir kaffið.

Í dag föstudag var mikill spenningur hjá öllum vegna fimleikana. Við fórum út að leika í morgun en vorum svo inni eftir matinn á milli 12-13 í rólegum leikjum, að teikna, í bíló eða að púsla. Kl. 13 var svo lagt af stað í fimleikana og börnin voru til fyrirmyndar í fimleikunum, fóru eftir reglunum og voru mjög góð og þeim fannst æðislegt. Komum til baka um þrjúleytið í kaffi og svo beint út í sólina að leika. Um að gera að nýta veðrið þar sem sumarið virðist vera komið hjá okkur J

ATH: Vil biðja ykkur að virða nýjan vistunartíma skólans- 07:30-16:30

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica