Sími 441 5200

Dagbók

6. júlí

Kæru foreldrar,

Erum búin að vera mikið úti þessa viku og veður batnandi fer J

Á mánudaginn fóru börnin á síðustu æfinguna á Salavellinum. Það fóru svo líka einhverjir á seinnipartsæfinguna og fannst mjög skemmtilegt.

Þriðjudagur: Allir fóru út að leika fyrir hádegi og svo var val eftir matinn hvort börnin vildu leika úti eða inni. Ákváðum svo að fara út eftir kaffið en kl. 15:30 kom grenjandi rigning en börnin létu það ekkert á sig fá (enda vön) skelltu sér bara í pollaföt og héldu áfram að leika.

Miðvikudagur: Fórum út fyrir hádegi og svo aftur eftir kaffitímann.

Fimmtudagur: Fórum út að leika fyrir hádegi og svo aftur eftir kaffið.

Föstudagur: Fórum út að leika í morgun, settum upp tjöld og fórum í  smá útilegu í garðinum ásamt ýmsum öðrum leikjum. Eftir hádegi hélt Eva Lind kveðjupartý fyrir okkur því hún hættir í næstu viku í Fífusölum og fer í nýjan leikskóla í Kópavogi eftir sumarfrí. Við eigum öll eftir að sakna Evu Lindar mikið og hlökkum til að fá hana í heimsókn til okkar.

ATH: Leikskólinn lokar miðvikudaginn 11. júlí kl. 13:00 og opnar aftur fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13:00

Opnunartími leikskólans kemur til með að breytast eftir sumarfrí en þá verður leikskólinn opinn frá 07.30 - 16.30

 

​Takk fyrir vikuna og við óskum ykkur alls góðs í sumarfríinu

Hafið það sem allra best með krúttunum ykkarJ

Góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica