Sími 441 5200

Dagbók

29. júní

Kæru foreldrar,

Enn ein vikan búin og nú fer að styttast í lokun hjá okkur.

Á mánudaginn fóru börnin á næstsíðustu æfinguna á Salavellinum. Farið var í ýmsa leiki og þau höfðu gaman af þrátt fyrir rigninguna.

Þriðjudagur: Allir fóru út að leika fyrir hádegi og svo vorum við inni þar til eftir kaffi en þá kom Götuleikhúsið til okkar og var með sýningu í garðinum sem hitti alveg í mark og var skemmtileg.

Miðvikudagur: Við fórum í strætó í Hamraborgina til að leika á ærslabelgnum þar. Þar var allt fullt af krökkum á öllum aldri og meiriháttar gaman hjá öllum að hoppa. Í kaffitímanum bauð Baldur Freyr vinum sínum og kennurum uppá gómsæta súkkulaðiköku en hann er að flytja til Húsavíkur.

Fimmtudagur: Fórum út að leika fyrir hádegi og svo aftur eftir kaffið.

Föstudagur: Í morgun fóru nokkrir út fyrir hádegi en hinir voru inni í holukubbum, búningaleik ofl. Líklega förum við aftur út eftir kaffið ef það rignir ekki mikiðJ

ATH: Opnunartími leikskólans kemur til með að breytast eftir sumarfrí en þá verður leikskólinn opinn frá 07.30 - 16.30

 

​Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica