Sími 441 5200

Dagbók

22. júní

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið skemmtileg og nóg að gera.

Á mánudaginn fóru börnin á æfingu á Salavellinum. Þar var þeim skipt í hópa og farið í ýmsa leiki. Það var erfitt fyrir nokkra að tapa í leikjunum og smá grátur yfir því en það venst vonandi fljótt J Allir fóru út eftir hádegi að leika.

Þriðjudagur: Innivera í ýmsum leikjum fyrir hádegi. 3 hópar fóru til Jónínu og svo var útivera eftir matinn.

Miðvikudagur: Vettvangsferð fyrir hádegi. Stoppuðum stutt á Ársalavelli og löbbuðum svo niður í Lindarskóla þar sem við lékum okkur í hreystibrautinni sem er algjör snilld og börnin höfðu mjög gaman af að leika þar. Þau fóru svo líka í stórfiskaleik sem er mjög vinsæll þessa dagana. Það var engin smá ánægja yfir strætóferðinni til baka þar sem mörg voru orðin pínu þreytt. Ætluðum að vera inni í rólegheitum eftir matinn en það var mikill spenningur hjá flestöllum vegna sumarhátíðarinnar auk þess sem það var lokins gott veður úti þannig að við drifum okkur út og allir sem vildu fengu andlitsmálningu. Búið var að skreyta garðinn hátt og lágt, hoppukastali kominn á svæðið og svo kom Leikhópurinn Lotta og var með sýningu. Það voru líka þrautabrautir úti og inni og grillaðar pylsur,boost og ávaxtastangir í boði. Takk fyrir komuna kæru foreldrar, vona að þið hafið öll notið dagsins. Við hér í Fífusölum vorum mjög ánægð hvað allt gekk vel J

Fimmtudagur: Tvískipt útivera hjá okkur og bara gaman að leika sér úti í rigningunni J 3 hópar fóru til Jónínu J

Föstudagur: Það hafa allir verið frekar spenntir í dag JFórum út að leika fyrir hádegi og erum svo inni núna eftir matinn að leika og margir farnir að bíða eftir að komast heim.

 

​Takk fyrir vikuna og góða helgi

-Áfram Ísland -

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica