Sími 441 5200

Dagbók

15. júní

Kæru foreldrar,

Veðrið hefur verið ágætt þessa viku og allir búnir að vera mikið úti að leika. Hólabörnin eru nú loks orðin elstu börnin í leikskólanum þar sem Hæðarbörnin eru farin út í Salaskóla J  

Á mánudaginn var fyrsta fótboltaæfingin þar sem allir fengu að prófa leiki með bolta eins og  rekja boltann á milli keila og senda á milli en einnig aðra fjölbreytta leiki sem gekk mjög vel.

Í dag var svo leikjadagur þar sem við fórum út með hátalara og hlustuðum á tónlist á meðan þau léku með bolta eða að kríta svo eitthvað sé nefnt.

Næsta vika: Á næsta mánudag kl. 10 (og 2 næstu mánudaga) verðum við aftur í leikjum og fótbolta á Salavelli. Á þriðjudaginn 19. júní er svo Sumarhátíð Fífusala og Foreldrafélagsins þar sem Leikhópurinn Lotta kemur og heldur uppi fjöri, allir geta spreytt sig á þrautum og notið þess að borða pylsur J

​Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica