Sími 441 5200

Dagbók

6 apríl 2018

Kæru foreldrar

Krúttin ykkar komu sæl og ánægð úr páskafríinu og fannst gaman að hitta alla vinina aftur J Fótboltakapparnir eru alsælir með gervigrasið og fannst ekki neitt mál að spila fótbolta þótt það væri snjór yfir á þriðjudaginn, það væri „sko gervigras undir“.  Mörgæsahópur fór loksins í fyrsta sundtímann og þau voru öll mjög dugleg og fannst gaman að fara. Við vorum semsagt inni fyrir hádegi á þriðjudag í rólegheitum og höfðum ávaxtastund þar sem börnin borðuðu fjölbreytt úrval ávaxta sem þau komu með- takk fyrir það J  fórum út eftir mat að leika.

Á miðvikudag var val fyrir hádegi og útivera eftir hádegi.

Í gær var leikvangur með þrautabraut fyrir hádegi og tímar hjá Jónínu og svo fórum við bæði út eftir hádegi og eftir kaffitímann.

Í dag skelltum við okkur í vettvangsferð fyrir hádegi í góða veðrinu, komumst þó ekki lengra en á Salaskólalóðina þar sem öllum þykir mjög gaman að vera og ekki spillir fyrir að hitta systkini sín í leiðinni J Það voru nokkur börn sem ákváðu að tína rusl, fannst allt of mikið rusl alls staðar og voru þau dugleg við ruslatínsluna.  Förum fljótlega út í góða veðrið aftur eða þegar allir eru búnir að drekka.

Í næstu viku er litavika hjá okkur, gulur dagur á mánudag, rauður á þriðjudag,grænn á miðvikudag, blár á fimmtudag og regnbogalitur og regnbogaball á föstudag. Það væri frábært ef börnin kæmu í „réttum lit“ m.v. dagJ við ætlumst að sjálfsögðu ekki til að þið farið að kaupa en sniðugt að koma í sokkum í þema lit eða með spennur eða naglalakk.

 Selahópur fer í sund n.k. þriðjudag. Þið megið gjarnan láta okkur vita ef það er einhver í höfrunga- eða ísbjarnahóp sem fór ekki í sund í haust með sínum hópi.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica