Sími 441 5200

Dagbók

Gleðilega páska

Kæru foreldrar

Þetta var stutt en notaleg og skemmtileg vika hjá okkur.

Á mánudaginn var smiðja eftir hádegi þar sem allir föndruðu enn meira páskaskraut.

Í gær var opið flæði milli allra deilda fyrir hádegi sem öllum finnst skemmtilegt sérstaklega fyrir systkini/bræður/systur. Fórum svo út að leika eftir hádegið.

Í dag var gulleggjaleit eftir hádegi. Börnin áttu að finna gula steina sem búið var að fela um skólalóðina og tóku allir þátt. Sumir fundu fleiri steina en aðrir en það höfðu allir mjög gaman að þessu. Útiveran var frekar stutt þar sem unnið er hörðum höndum við að koma gervigrasinu niður og færa til stóra steina og við skelltum okkur út rétt á meðan kallarnir fóru í mat.

Við minnum á að það er ávaxta- og grænmetisdagur miðvikudaginn 4. apríl.  Við ætlum að reyna að fara í sund miðvikudaginn 4 . apríl og föstudaginn 6. apríl með sela- og mörgæsahóp. Látum ykkur vita betur á þriðjudaginn hverjir fara fyrst.

Takk fyrir vikuna og sjáumst hress n.k. þriðjudag.

Gleðilega páska og hafið það gott í fríinu :) 

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica