Sími 441 5200

Dagbók

8. júní

Kæru foreldrar,

Það rættist heldur betur úr veðri þessa viku og við höfum verið mikið úti að leika.  Í dag var síðasti dagur Adams Martins en hann flytur til Spánar á mánudaginn. Við þökkum honum kærlega fyrir samveruna og óskum honum alls hins besta í nýju landi.

 Á mánudaginn fer allur 2012 árgangurinn í sumarskólann í Salaskóla þannig að Hólabörn eru elstu börnin í leikskólanumJÞeim finnst það ekki leiðinlegt J

Mánudagur: Sela- og Mörgæsahópur fóru út að leika en hinir voru inni í skemmtilegum leik. Ætluðum svo að leyfa selum og mörgæsum að vera inni eftir hádegi að leika en veðrið var svo gott að allir vildu komast út aftur. Fórum smástund inn í kaffi og svo beint aftur út að leika.

Þriðjudagur: Í dag vorum við með val um að leika annaðhvort úti eða inni, bæði fyrir og eftir hádegi. Þar sem allir völdu að vera úti eftir hádegi í góða veðrinu ákváðum við að drekka úti og það féll aldeilis í góðan jarðveg J

Miðvikudagur: Fórum í vettvangsferð fyrir hádegi, stoppuðum á róló og fórum í stórfiskaleik á fótboltavellinum f. neðan Hvammsvöll- næstum allir tóku þátt í leiknum. Vorum inni eftir matinn og höfðum notalega ávaxtastund og hlustuðum á sögu, mikið úrval ávaxta- og grænmetis í boði, takk fyrir það.

Fimmtudagur: Í gær var aftur val um að leika úti eða inni bæði fyrir og eftir hádegi og svo var skilað úti. Næstum allir völdu útiveruna enda var yndislegt veður úti.

Í dag: Allir fóru út að leika fyrir hádegi. Það var leikjadagur og alls konar stöðvar úti, t.d. sullstöð Jþannig að þau fóru í pollagalla og stígvél. Eftir hádegismatinn höfðum við kveðjustund fyrir Adam Martin og hann bauð öllum upp á íspinna. Svo skruppum við smá stund út og þegar við komum inn aftur hélt Bjarki Örn upp á 5 ára afmælið sitt og bauð öllum upp á popp, saltstangir og vínber.  

Næsta vika: Á næsta mánudag kl. 10 (og 3 næstu mánudaga) verðum við í leikjum og fótbolta á Salavelli (stóra fótboltavellinum hér við hliðina).  Þetta er í boði HK sem langar mikið til að bjóða 2012 og 2013 börnunum á Fífusölum upp á skemmtilega hreyfingu 1x í viku í 45-60 mín í senn í fjórar vikur í sumar. Þó svo að um sé að ræða kynningu á knattspyrnuíþróttinni þá verða tímarnir byggðir töluvert upp af fjölbreyttum leikjum og æfingum með bolta. Eitthvað sem allir ættu að hafa gaman af J

Bið ykkur því að mæta fyrir kl. 10 með börnin svo þau missi ekki af þessum frábæru æfingum.


​Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica