Sími 441 5200

Dagbók

1. júní 2018

Kæru foreldrar,

Mánudagur: Krúttin mættu sæl og glöð með hjólin á mánudaginn og við fórum út fyrir hádegi að hjóla. Þau voru dugleg að æfa sig og fóru í keppni. Mörg eru ekki með hjálpardekk og hjóluðu um allt eins og herforingjar, önnur enn með hjálpardekk en allt að koma og sum komu með sparkhjól, þríhjól eða  hlaupahjól, það skipti ekki máli, öll skemmtu sér vel.  Þau voru vel þreytt á eftir og borðuðu extra mikið af skyrinu í hádeginu. Fórum aftur út (í garð) eftir hádegi.

Þriðjudagur: Vorum inni fyrir hádegi í alls konar leikjum og spilum. 3 hópar fóru til Jónínu. Fórum svo út eftir hádegismatinn í rokið og ákváðum að hafa stutta útiveru þar sem var ekki spennandi veður úti en það fyndna var að stór hópur vildi ekki fara inn þegar þeim var boðið það og voru extra lengi úti J

Miðvikudagur: Helmingur hópsins fór út fyrir hádegi en hinir voru inni að leika. Eftir hádegi ætluðu þeir sem voru úti f.h. að vera inni og leika en veðrið var svo gott að þau entust inni í c.a. hálftíma og drifu sig svo út.

Fimmtudagur: Höfðum tvískipta útiveru og svo fóru allir út eftir kaffið.

Í dag: Allir fóru út að leika fyrir hádegi en voru inni eftir mat að leika. Förum líklega út aftur eftir kaffitímann

Næsta vika: á miðvikudaginn verður ávaxta- og grænmetisdagur

​Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica