Sími 441 5200

Dagbók

25. maí

Kæru foreldrar,

Allir komu vel úthvíldir og hressir úr löngu fríi á þriðjudagsmorgunJHvet alla til að skrá sig í foreldraviðtal sem eiga það eftir. Nú er skipulagt starf í Leikvangi og smiðju hætt þar til í haust en við leyfðum þeim að mála myndir á þriðjudaginn og vorum með þrautabraut út í garði á fimmtudag.

Þriðjudagur: Vorum inni fyrir hádegi í dúkkukrók, legó og mála myndir og fórum út eftir matinn.

Miðvikudagur: Fórum í vettvangsferð um hverfið, komum við á róló og enduðum á stórfiskaleik. Veðrið var mjög gott svo við fórum aftur út að leika eftir matinn og aftur eftir kaffitímann.

Fimmtudagur: Settum upp þrautabraut út í garði og börnin tóku smá „leikvangstíma“. Fórum út aftur eftir mat og svo var skilað úti- fórum reyndar mjög seint út þar sem það var grenjandi rigning J 

Í dag: Voru allir inni fyrir hádegi og fóru út eftir matinn.  

Næsta vika:

Við ætlum að hafa hjóladag á Hóli á mánudag- allir mega koma á hjóli og ekki gleyma hjálminum J

​Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica